Fréttir

Hvað gerum við

Fyrir annað en fatnað eru mjög takmarkaðar leiðir til endurnýtingar og endursölu, sem og garni, efni og öðrum vörum tengdum textílvinnslu. Þar af leiðandi þarf kaupandi af textílvörum að kaupa nýtt eða panta erlendis frá í stað þess að kaupa innan hringrásarhagkerfisins.

Textíl Barinn er með lausn á þessu við tökum á móti öllum áður elskuðum textíl fyrir utan fatnað. Við ætlum að byrja að vera með Pop up verslanir, hægt er að fá okkur í heimsókn með pop up og er vefverslun í vinnslu.

  • Hildigunnur Sigurðardóttir

    Stofnandi

  • Hrafnhildur Gísladóttir

    Stofnandi

  • Hvernig varð hugmyndin Textíl Barinn til

    Hugmyndin vaknaði þegar einn stofnenda Textíl Barsins var að fara yfir efni og garn úr dánarbúi móður sinnar og hugsaði: “Hvert ætti allt þetta nytsamlega gull að fara og hvað verður um allan þennan textíl þegar fólk fellur frá?”

    Eigendur Textíl Barsins kynntust við nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og tóku höndum saman og fóru að vinna með hugmyndir um það hvernig hægt væri að bjóða upp á þjónustu / verslun til að hægt væri að versla með endurnýttan textíl. Þær Hrafnhildur og Hildigunnur er einnig frænkur.

    Mikil vitundarvakning er að eiga sér stað varðandi endurnýtingu og breytt neyslu- mynstur eru að ryðja sér til rúms. Mikið er um “Loppur” sem selja notaðan fatnað, en það vantar sölustað á markaðinn sem selur eingöngu endurýttan textíl í formi garns, efnis, tækja og tóla til textílvinnslu.

    Textílsóun er stórt vandamál og verið er að leita lausna eins og Textíl Barinn veitir.

    ÞÁ VARÐ TEXTÍL BARINN AÐ HUGMYND

Á döfinni

Viltu losna við textíl

hafðu samband

textilbarinn@gmail.com